Meira en helmingur smáfyrirtækjaeigenda óttast að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota innan 12 mánaða

Það þarf enga sérstaka reiknikunnáttu til að reikna út, að þegar fólk hættir að hreyfa sig, þá hætta hjólin að snúast. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarstoð efnahagslífs hins vestræna heims, þau framleiða yfir helming allra verðmæta og ráða til sín meira en tvo þriðju hluta vinnuaflsins. Í veirufaraldrinum og öllum lokunum í kjölfarið gæti - ef allt fer á versta veg - um helmingur slíkra fyrirtækja í Evrópu horfið innan árs, ef marka má viðhorf eigenda og stjórnenda slíkra fyrirtækja í nýlegri könnun McKinsey í fimm löndum í Evrópu: Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. 2.200 fyrirtækjaeigendur voru í ágúst s.l. spurðir um viðhorf sín til þess sem er framundan og þá hafði núverandi alda faraldursins ekki hafist. Myrk viðhorf eigenda lítilla og meðalstórra fyrirtækja sýna skýrt, hversu gríðarleg inngrip í þjóðfélagið ákvarðanir yfirvalda hafa um lokanir vegna kórónufaraldursins. Nýjar lokanir munu ekki gera þessar spár bjartari - þvert á móti. Með öllu er óvíst hversu mörg ár það tekur að endurbyggja efnahagslífið aftur sem slátrað hefur verið með þessum hætti og verður það skammgóður vermir að hafa sjúkrahús í gangi ef efnahagskerfið er hrunið og hungursneyð ríkir. 

Þjóðfélagskostnaðurinn við að „ráða niðurlögum" veirunnar má ekki vera stærri en skaðinn af kórónuveirunni
Sé útkoman yfirfærð á Ísland miðað við að vinnumarkaðurinn sé um 250 þúsund manns, þá sjá lítil og meðalstór fyrirtæki um 170 þús manns fyrir vinnu og og ef helmingur fyrirtækjanna lifir ekki af fram á næsta haust þýðir það að um 80-90 þúsund störf hverfa úr efnahagslífinu. Allir sjá hversu gríðarlegur skaði það er sem myndi kollsteypa samfélaginu í hyldýpi kreppu og örbirgðar sem ekki hefur sést síðan á tímum móðurharðinda. Þetta hugsaða reiknidæmi er hér sett upp til að fólk skilji að ábyrgð og aðgerðir yfirvalda geta haft úrslitaáhrif á útkomuna fyrir þjóðfélagið í heild. Engum má líðast að eyðileggja meira en kórónuveiran sjálf gerir í nafni þess að „ráða niðurlögum veirunnar."

Yfir helmingur telur að fyrirtækin munu ekki lifa af næstu 12 mánuði
Um 70% sögðust hafa fengið skertar tekjur vegna faraldursins og alvarleg inngrip í reksturinn. Einn af hverjum fimm höfðu áhyggjur af því að geta ekki borgað af lánum og að þurfa að segja upp starfsfólki á meðan 28% óttuðust að þurfa hætta við stækkunarverkefni sem þegar voru í gangi. Samtals óttaðist yfir helmingurinn að fyrirtæki þeirra gætu ekki lifað af lengur en 12 mánuði þrátt fyrir að 20% af þeim sem spurðir voru sögðust hafa notfært sér ýmsa ríkisstyrki í boði til að spyrna gegn efnahagsneyðinni eins og t.d. afléttingu skatta og greiðslur til starfsmanna.

Minni tekjur og dökkt útlit
Flestir aðspurðra hafa séð tekjurnar minnka en myndin lítur mismunandi út eftir löndum sem endurspeglar erfiðleikana að ákveða aðgerðir gegn veirunni og áhrif þeirra á viðskiptalífið. ítölsk og spönsk smá og meðalstór fyrirtæki hafa orðið einna verst úti: 30% ítalskra og 33% spánskra smáfyrirtækja sögðu að tekjurnar hefðu minnkað gríðarlega sem má bera saman við 23% í Þýskalandi. (Graf 1)

Graf_1

Fá fyrirtæki eru bjartsýn á að útlitið batni í bráð vegna efnahagsástandsins. 80% telja efnahaginn vera frá tiltölulega veikum upp í gríðarlega bágborinn. Hér er einnig munur á milli landa. Í Þýskalandi er búist við að efnahagurinn dragist minna saman en í öðrum löndum. Þar töldu 39% fyrirtækjanna að efnahaghagurinn væri sterkur eða t.o.m. gríðarlega sterkur. Í samanburði er sama tala einungis 10% fyrir Ítalíu (Graf 2).Graf2

Einnig var munur eftir löndum hversu mikið faraldurinn hefur áhrif á fjármálastöðu fyrirtækisins eins og að halda starfsmönnum eða borga af lánum og leigusamningum. Þar eru spánsku fyrirtækin að jafnaði þau svartsýnunstu. 30% lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Spáni höfðu áhyggjur af því að geta endurgreitt lán miðað við 14% í Þýskalandi. Á sama tíma óttuðust spænsku fyrirtækin að geta ekki haldið starfsmönnum sínum en einungis 16% í Þýskalandi og Frakklandi. Það er einnig athyglisvert að 14% að meðaltali í Evrópu sögðu að þau væru að berjast í því að geta mannað starfsemina vegna þess hversu margir voru sjúkraskrifaðir eða í einangrun (Graf3).

Graf3 Stækkunarverkefni eru einnig í hættur. Samtals óttuðust 28% að þurfa að fresta slíkum verkefnum og hækkaði sú tala upp í 37% hjá spænsku fyrirtækjunum og 30% hjá þeim bresku. Erfiðast gengur hjá veitinghúsum, hótelum, listum, skemmtiiðnaði og þjálfunarstöðum. Nær 40% fyrirtækja í þessum geirum sögðu leggja þyrfti slík verkefni á ís sem bera má saman við 20% á hinum enda skalans eins og heilsufari, landbúnaði og í byggingariðnaði (Graf4).Graf4

Lífsfkoma lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Graf 5 sýnir á hvern hátt allt þetta hefur áhrif á áhyggjur lítilla og meðalstórra fyrirtækja um lífsafkomuna eftir landi, starfsgrein og stærð fyrirtækisins. Samanlagt töldu 11% að þau myndu fara í gjaldþrot innan hálfs árs. Áhyggjurnar voru merstar hjá stærstu fyrirtækjunum (með 50 til 249 starfsmenn) á Ítalíu og í Frakklandi, þar sem 21% eða næstum helmingi fleiri en meðaltalið bjuggust við að fara í gjaldþrot á næstu sex mánuðum. Hins vegar töldu 19% einyrkja á Spáni að þeir færu fljótlega í gjaldþrot miðað við 6% fyrirtækja með 50-249 starfsmenn. Í iðnaði bjuggust langflestir við að fara í gjaldþrot í flutningaiðnaði (22%).Töluvert færri bjuggust við skjótu gjaldþroti í landbúnaði, matvælaverslun, smásöluverslun og heildsölu (13-15%).Graf5

Fjárstuðningur yfirvalda
Fjöldi þeirra fyrirtækja sem að lokum mistekst með að komast af fer að miklu leyti saman við framtíða þróun veirufaraldursins og þann toll sem veiran tekur af starfseminni. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru því beðnir að áætla hvernig fyrirtækinu myndi reiða af við þrjár aðstæður, þar sem tekjurnar væru stöðugar, minnkuðu eða myndu aukast. 55% fyrirtækjanna sagði að ef tekjurnar væru stöðugar yrði fyrirtækjunum lokað í september 2021. Ef staðan versnaði þannig að tekjurnar minnkuðu enn frekar með 10-30% töldu 77% aðspurðra að fyrirtæki þeirra leggðu upp laupana í síðasta lagi í september 2021. Stækkuðu tekjurnar hins vegar um 10-30% sögðu 39% af litlu og meðalstóru fyrirtækjunum að þau gætu engu að síður hafa hætt starfsemi í síðasta lagi í september 2021. Það sem hefur áhrif á myndina er því í hversu miklum mæli fyrirtækin halda áfram að fá stuðning yfirvalda. Ríkisstjórninr í aðildarríkjum ESB hafa áður styrkt fyrirtækin til að mæta kreppunni strax í upphafi en OECD segir stefnuna vera að breytast yfir í aðstoð til endurreisnar. Stór hluti fyrirtækjanna ætlar að sækja um fjármagn sem verður í boði. Graf 6 sýnir að næstum 20% hefur þegar sótt um ríkisstyrki og 30% að auki ætlar að gera það. Enn er munur milli ríkjanna, í Frakklandi og á Ítalíu ætluðu yfir 35% fyrirtækjanna að sækja um fjármálaaðstoð en 20% í Bretlandi og 25% í Þýskalandi.
Graf6


"Móðir allra kreppa" í kjölfar kórónuveirunnar

Kenneth Rogoff prófessor er mjög notuð heimild í fjármálafréttum svo einnig núna í sambandi við kórónufaraldurinn. Í Washington Examiner varar hann við að á eftir kórónufaraldri komi „móðir allra kreppa" í kjölfarið. Aldrei hefur heimurinn áður hlotið jafn djúpt og stórt högg í efnahagslífið og núna. Á nokkrum vikum hafa yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna kastast út í atvinnuleysi og flest allar ríkisstjórnir grípa til sama ráðs og venjulega: Skuldaaukningu. 

Sá góði maður Martin Wolf fv. seðlabankastjóri Englandsbanka og núverandi skríbent í Financial Times skrifar um hversu litlir kapítalistar nútíma kapítalistar séu, því þeir hafi í lengri tíma rekið kapítalismann með eins litlu áhættusömu fjármagni og mögulegt er. Segir Martin Wolf að minnka verði lánveitingar til einkageirans og hið opinbera eigi að hætta að nota skuldasöfnun sem aðferð til að skapa eftirspurn.

Andreas Cervenka er besti fjármálaskríbent Svíþjóðar og hann skrifar prýðisgreinar í Dagens Industri. Saxa hér að neðan úr nýjustu grein hans en þar er hafsjór upplýsinga um núverandi efnahagsástand í heiminum.

Komumst af afneitunarstiginu – móðir allra kreppa í kjölfar kórónuveirunnar

Andreas Cervenka, fjármálasérfræðingur Dagens Industri

Andreas Cervenka skrifar einstaklega létt lesnar greinar um stór og flókin efnahagsvandamál. Í nýrri grein í Dagens Industri fjallar hann um efnahagslegar afleiðingar veirufaraldursins.

Hér er stiklað á stóru:

„Beiskur sannleikur allra kreppa er þessi: Efnahagslífið nær sér aldrei alveg aftur. Eftir covid-19 munu stórir hlutar heims þurfa að minnka væntingar á lífshögum og velferð. Það er kominn tími til að stjórnmálamennirnir segi það hreint út. 1969 birti sálfræðingurinn Elisabeth Kubler-Ross líkan sem lýsir fimm ólíkum stigum fólks sem mætir erfiðum áföllum en þau eru:
Afneitun 
Illska 
Hrossakaup 
Örvænting 
Samþykki

Margir virðast fastir á afneitunarstigi kórónukreppunnar. Kórónuveiran hefur gjörbreytt lífi okkar; hvernig við umgöngumst, ferðumst, störfum. Meira að segja málfarið er í kreppu. Innan fjármálablaðamennskunnar eru fyrirsagnir eins og „hrun” eða „hrikalegar tölur” ekki óalgengar.En hvað á þá að kalla fall yfir 300 prósent (!) á einum degi eins og gerðist nýlega með olíuna? Eða að 33 milljónir manns missa atvinnuna á nokkrum vikum eins og í Bandaríkjunum? Þetta er eins og að lýsa umferðaslysi í beinni útsendingu. Öll orðin lenda á einhvern hátt vitlausu meginn á tungunni”.


Óhaldbær skuldasöfnun heims eftir 2008

Cervenka lýsir hvernig mörg lönd byrja að létta á þvingandi aðgerðum vegna kórónuveirunnar og ræðir efnahagskreppuna í kjölfarið:

„Hér kemur erfiði bitinn: Lægðin eftir kórónukreppuna lítur út fyrir að verða mun dýpri en í fjármálakreppunni 2008. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn AGS spáir falli heimsframleiðslu með 3% 2020 sem hægt er að bera saman við – 0,1% 2009…Í níu löndum af tíu munu tekjur íbúanna minnka. Þessi töluvert bjartsýna spá byggir á því að faraldurinn fjari út seinni hluta ársins. Annars verður framleiðslufallið enn kröftugura 2021.”


„Áratuginn eftir 2008, þegar við höfðum lægstu vexti sem manneskjan hefur haft í 5 þúsund ár, þá fannst gyllið tækifæri að byrja að eyða tengingu efnahagsmála heimsins við stöðugt stækkandi skuldafjall. Útkoman varð þveröfug. Milli 2008 og 2019 jukust skuldir heimsins um 87 þúsund milljarði dollara eða 40% af vergri framleiðslu skv. International Institute of Finance IIF. Heildarskuldasöfnun sló síðan nýtt met árið 2019 með 322% af vergri framleiðslu. Til að einfalda málið, þá lánaði heimurinn fyrir glataðan hagvöxt eftir 2008. Sá sem ætti að útskýra það fyrir hópi barnaskólanema myndi kannski segja að margir fullorðnir hafi kosið að eyða peningum sem þeir höfðu ekki. Þeir sem hafa reynt að benda á hið knappa siðferðislega eða haldbæra innihald þessa skipulags hafa verið kallaðir dómsdagsspámenn”.


Sömu mistökin eina ferðina enn

Fyrri fjárhagskreppa leiddi til þess að áhætta var flutt frá einkageiranum yfir í opinbera geirann. 2020 býður upp á endurtekningu nema í miklu stærri mæli. Financial Times vitnar í skilgreiningu sem sýnir að fjármálaaðgerðir stjórnvalda á Vesturlöndum er þegar uppi í 6% af vergri framleiðslu, helmingi meira en 2008. Stjórnmálamenn hafa ausið út skattafé eins og enginn væri morgundagurinn. Leiðinlegi hluturinn er að hann kemur. Skv. AGS mun ríkisskuld Bandaríkjanna hækka frá 105% upp í 122% af vergri þjóðarframleiðslu í ár.

Áður voru 90% talin hættumörk en núna er því spáð að Vesturlönd fari að meðaltali upp í 120% af vergri þjóðarframleiðslu. Skuldir heims fara í ár upp í 342% af vergri þjóðarframleiðslu skv. IIF. Þetta þýðir að hver einusta króna sem núna er eytt verður hugsanlega kvittuð á móti skerðingu velferðarkerfisins eftir nokkur ár. Stjórnmálamenn tala eðlilega ekki hátt um þetta en núna er góður tími til þess að byrja”.


„Móðir allra kreppa”

„Martin Wolf skríbent í Financial Times skrifar að það sem virðist hafa einkennt efnahagslíf heimsins í lengri tíð er að reka kapítalismann með eins litlu áhættusömu fjármagni og mögulegt er. Kórónakreppan sýnir að drif einkageirans að lána fé verður að minnka samtímis því, að hið opinbera verður að hætta að treysta á skuldasöfnun sem aðferð til að skapa eftirspurn. En leiðin þangað er löng og ströng.

Kenneth Rogoff prófessor sem hefur numið 800 ára sögu fjármálakreppa lýsti fjármálakreppunni 2008 sem minni háttar æfingu fyrir hið raunverulega hrun 2020 sem er „móðir allra kreppa” svo hans eigin orð séu notuð. Robert Reich fyrrum vinnumálaráðherra Bandaríkjanna skrifar á Twitter að á þeim tíma sem landið hefur verið í „lock-down” og milljónir Bandaríkjamanna orðið atvinnulausir hafa milljarðamæringar landsins orðið 2.800 milljörðum ríkari. Þetta er raunveruleiki sem afskaplega margir eiga erfitt með knúsa á innilegan hátt”. 


Jason Hill háskólaprófessor lætur loftslags Grétu heyra það

greta2Greta Thunberg fær ekki bara bréf frá aðdáendum. Hún fær einnig bréf frá þeim sem eru henni ósammála um heimsendi 2030.

Í opnu bréfi til loftslagsGrétu lætur bandaríski prófessorinn Jason Hill hjá DePaul háskólanum í Chicago Grétu Thunberg alldeilis fá það óþvegið, skrifar Mike Adams á netmiðlinum Natural News”Þegar ég las greinina var ég tilneyddur að sitja á mér til að stökkva ekki upp í loftið og hrópa húrra. Þetta var svo flott.”

Setningar eins og: ”Ef mannkynið fer í hendurnar á umhverfisfasískum stuðningsmönnum þínum þá endum við í strákofum, drekkum vatn blandað dýraskít og krjúpum í duftið af hræðslu fyrir ísbjörnum í staðinn fyrir að skjóta þá í matinn, þegar þeir ráðast á okkur” lýsa bara toppnum á þeim ísjaka refsingar sem Greta Thunberg hótar okkur með.

Jason D. Hill prófessor bendir á að kynslóð Grétu getur ekki ógrátandi tekið sér kjöt í munn eða verið án tækninnar í meira en klukkutíma án þess að sökkva í djúpt þunglyndi.

”Hérna er erfiður sannleikur til að hugsa um Gréta: Ef stóru framleiðendurnir í þessum heimi sem þú úthúðar myndu hætta framleiðni sinni, ríkidómi og hugviti – í stuttu máli – hugsun sinni í heiminum í dag, þá myndi kynslóð þín einfaldlega hverfa. Hvers vegna? Vegna þess að sem börn þá hafið þið ekkert gert enn sem komið er í lífinu fyrir utan að hafa fæðst. Það er það sem við væntumst til af börnum þar til þeir tímar koma að þau geta orðið framleiðendur með því að læra af þeim eldri. Þú ert af skiljanlegum ástæðum félagsleg og umhverfisleg byrði. Þú hefur enn ekki náð þeim þroska að endurskapa reglurnar til að komast af sem þú færð í hendurnar.

Börn eru mikilvæg framtíðarfjárfesting. Við höfum fjárfest í þér. Það ert þú og þín sjálfselskandi kynslóð sem heldur að ekkert sé hægt að læra af þeim eldri, sem eru að bregðast sjálfum ykkur. Hverjir heldur þú að muni ráða meirihluta ykkar til starfa ef þið hafið hvorki vinnuhæfileika né lífsgetu til að sjá fyrir ykkur í heiminum? Háværum atvinnulausum sleppa-skólanum-á-föstudögum börnum framtíðarinnar?

Sannleikurinn, eins og einn nafnlaus bloggari setti svo réttilega fram, er að þín kynslóð er óhæf til að vinna fjörtíu tíma á viku án þess að stöðugt falla í þunglyndi og taugaveikisköst. Meðlimir hennar geta ekki einu sinni ákveðið hvort þeir eiga að vera strákur eða stelpa eða bæði eða hvorugt eða „þau“. Þeir geta ekki borðað kjöt án þess að væla. Ég gæti bætt því við að kynslóðin ykkar þarfnast fyrirfram „öryggisviðvarana“ og „öryggissvæða“ sem skilyrði þess að geta lært í skólanum. Meðlimir hennar hafa sjúklega þörf á að vera umvafðir og verndaðir frá raunverulegum áskorunum lífsins. Kynslóðin ykkar er stærsti krefjandi og neytandi kolspúandi tækja og tóla. Klukkutími án þeirra fær of mörg ykkar til að leggjast í lamandi dvala. Kynslóðin þín er sú minst forvitna og þröngsýnasti hópur einstaklinga sem maður hefur nokkru sinni mætt áður. Hégómi ykkar nær svo langt, að þið haldið að þið getið ekkert lært af þeim eldri.“

Greta Thunberg er nýtt andlit vinstri loftslagsdýrkunarinnar. Hún hefur stríðsfengna stefnuskrá sem kennir fyrri kynslóðum um öll mistök og að hún og kynslóð hennar séu skilin eftir til að „hreinsa upp skítinn“ eftir hina sem á undan fóru. Hún fer mikinn og segir hluti eins og „hvernig dirfist þið“ við þá eldri og dæmir stjórnmálamenn nútímans sem lata og veikgeðja. Hún er dómadagsspákona sem notar hræðslutaktík til að breiða út áróður vinstri loftslagssinna.

„Gréta, að lifa í fullkomnu samræmi við náttúruna er dauði sköpunargleðinnar. Skildu það. Öll stærri samfélög komust á legg í harðdeiglu um að nýta jörðina á sem bestan hátt. Þeir sem bjuggu í löndum með olíu og gerðu ekkert með hana áttu engan rétt á því frá byrjun. Aðalsyndin er að notfæra sér ekki auðlindir Guðs því það leiðir til þess að hæfileikar manneskjunnar þróast ekki og gerir okkur óaðgreinileg frá dýrunum.

Kynslóð þín þarfnast náms í siðfræðum velferðarsköpunar í staðinn fyrir að sjúga hana til sín. Eina byltingin sem þú munt leiða er sú sem leiðir til stjórnleysis og afturfarar mannkyns.“

Prófessor Hill lýkur máli sínu á þessum algjörlega frábæru línum: „Sú dómdagsheimssýn sem þú boðar er lendingarbraut þeirra sem hafa hatað framfarir í gegnum söguna. Dómsdagsspár þínar hafa verið til í þúsundir ára og enn erum við hér. Við munum enn vera hér löngu eftir að þú ert orðin fullorðin og við höfum fyrirgefið þér að hafa skrópað í skólanum og þar með lækkað gáfnakvóta heillar kynslóðar.“

„Bravó!“ skrifar Mike Adams hjá Natural News. „Þetta er stórkostlegt bréf, ég ráðlegg þér að lesa það allt.“

Við þetta má bæta nýjustu fréttum ufosightingsdaily.comþar sem því er haldið fram að 120 ára gömul mynd sýni Gretu Thunberg sem eitt af börnum fjölskyldu á gullleitarárum Klondike í Yukon héraði í Canada og myndin talin sönnun þess að Gréta sé geimvera sem ferðist í tímanum til að koma þýðingarmiklum skilaboðum til jarðarbúa.

 

  

 

 

 


Mótsvarandi 16.000 milljarða ískr. tap Svía næstu 10 árin

Á sama tíma og norræna ráðherranefndin býður styrki og vaxtalaus lán NEFCO og Nopef til norrænna fyrirtækja sem vilja flytja út græna tækni hrannast rafmagnsskortsviðvaranir í hrúgu í Svíþjóð.

"Þröngt í rafmagnsnetinu - hindrun í vegi uppbyggingar og hagvaxtar?" (skýrsla Pöyry)

Í ársgamalli skýrslu finnska Pöyry segja orkufyrirtækin í Svíþjóð sem pöntuðu skýrsluna, að samfélagslegt tap Svíþjóðar vegna fyrirsjáanlegs rafmagnsskorts til heimila og fyrirtækja sé í ár um 80 milljarðar SEK og komist upp í 150 milljarða SEK árlega árið 2030. Skaðinn sem Svíþjóð verði fyrir nemur því ríflega 16.000 milljörðum íslenskra króna á næstu tíu árum. Bætist skaðinn ofan á gróðaútflutning erlendra einokunarfyrirtækja í rafdreifingu sem nemur tugum milljörðum sænskra króna árlega. Ef Sánkti Pétur hellir ekki gullregni yfir orkufyrirtækin og býður upp á góð kraftaverk, þá hægist enn frekar á hagvexti Svíþjóðar vegna orkusambands ESB. Verst úti verða sænsk iðnaðarfyrirtæki en 90% skaðans hindrar vöxt þeirra næsta áratuginn. 

skaermavbild_2019-09-09_kl

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hætt við stækkun iðnaðarfyrirtækja og lagningu járnbrautarteina

Gríðarleg óánægja um fyrirkomulag raforkumála ESB er meðal notenda, bæði heimila og fyrirtækja. Á mörgum stöðum hafa yfirvöld þurft að neita fyrirtækjum sem vilja stækka við sig eða opna á nýjum stað. Í Västerås hafa fjárfestingar í iðnaði verið stöðvaðar og á öðrum stækkandi svæðum hefur lagning nýrra járnbrautateina verið lögð á hilluna. Eva Vitell yfirmaður viðskiptasviðs Vattenfalls segir að skorturinn á rafmagnsgetu dreifikerfisins sé áfall fyrir fyrirtækið: 

"Fyrir tveimur árum síðan báðum við Sænska Orkunetið um flutningsgetu á rafmagni til nýs viðskiptavinar sem er stórt iðnaðarfyrirtæki í Uppsala og fengum svarið að það væri ekki hægt. Það var stór skellur fyrir okkur". Áður þurfti Vattenfall og önnur orkufyrirtæki bara að hafa samband við Sænska Netorku og biðja þá um að auka flutningsgetuna og hefur það aldrei áður verið neitt vandamál. (sjá fPlus)

eb4630da-ebae-4ea5-931e-20481c03cb69Ekki nægjanleg rafmagnsgeta í Stokkhólmi

Mats Wang-Hansen hjá Pöyry sem gerði skýrsluna um tap Svía næsta áratug segir að Svíþjóð verði af fjárfestingum þegar tölvuver og annar iðnaður fer til annarra landa. Henrik Bergström yfirmaður almenningstengsla hjá rafmagnsdreifingarfyrirtækinu Ellevio sem ber ábyrgð á svæðisnetinu í Stokkhólmi segir að "vöxtur Stokkhólmssvæðisins krefst meira rafmagns og það fáum við ekki hjá Sænsku Orkuneti. Við verðum að sjá um vöxt Stokkhólmssvæðisins og reynum því að finna aðrar lausnir t.d. í samstarfi við hitaveitu Stokkhólms."

Tomas Sokonicki fjárfestingarráðgjafi hjá Business Sweden aðstoðar erlend fyrirtæki sem vilja byggja orkufrekan iðnað í Svíþjóð: "Við merkjum takmörk flutningsgetunnar við stærri verkefni sem þrengir val á staðsetningu og sveitarfélögum sem geta unnið með slík verkefni. Þessi verkefni eru í alþjóðlegri samkeppni og ákvarðanir oft teknar í tímapressu og þá falla sænsku möguleikarnir burtu vegna öryggisleysis og langs afgreiðslutíma". 

Ekki tekið á móti fleiri fyrirtækjum 

Rafgeymafyrirtækið Northvolts ætlaði að byggja verksmiðju í Malmö en var neitað af þýzka rafdreifingarfyrirtækinu Eon. Fyrirtækið spurðist þá fyrir í Västerås og var líka neitað þar. Fyrirtækinu tókst að finna rafmagn fyrir verksmiðjuna í Skellefteå en hönnunardeildin fékk að vera í Västerås: "Það var ekki hægt að lofa þeim nægjanlegu rafmagni. Við gátum tekið á móti tölvuveri Amazon og þróunardeild Northvolts og núna getum við ekki tekið á móti fleirum fyrirtækjum af þessarri stærðargráðu. Ég held að það sama gildi um öll sveitarfélög og svæði sunnan af Gävle" segir Eva Lilja viðskiptafulltrúi Västerås.

Niclas Damsgaard deildarstjóri Sænska Orkunetsins segir bransann hafa fengið rothögg: "Rafvæðing samfélagsins hefur gerst hraðar en við gátum séð fyrir og hefði því þurft að byggja út netið miklu fyrr".

Farinn að hljóma eins og "Bagdad-Bob"

YgemanTrelleborg tapaði nýlega milljarðafjárfestingu erlends fyrirtækis sem hefði skapað 300-400 manns atvinnu. Mikael Rubin hjá Trelleborg segir að "allir hlutir voru réttir, höfnin var rétt en hætt var við allt vegna þess að við gátum ekki tryggt nægjanlegt rafmagn". Hann segir að framtíðaráhorf sveitarfélagsins séu í hættu vegna þess að netrisinn EON neiti aðgangi að meira rafmagni. Í Sjöbo í Skáni segir sveitarstjórinn Magnus Weberg að ekki sé hægt að gefa leyfi fyrir byggingu eða stækkun fyrirtækja vegna neitunar EON og óljóst hvort hægt sé að fá rafmagn til 450 bústaða sem á að byggja.

Anders Carlsson forstjóri brauðgerðarinnar Pågens sagði þegar EON hindraði stækkun verksmiðjunnar í Malmö: "Rafmagnsskortur er hlutur sem rætt er um hjá vanþróuðum ríkjum". Mikael Rubin hjá Trelleborg segir að ríkið svíki hlutverk sitt að afhenda jafn mikilvæga samfélagsþjónustu sem rafmagnið er: "Orkumálaráðherra Anders Ygeman segir að það sé enginn rafmagnsskortur og meðhöndlar mig og aðra sem hafa áhyggjur af þróuninni sem "sérhagsmuni". Mér finnst hann vera farinn að hljóma eins og Bagdad-Bob". 

Yfirvöld loka kjarnorkuverum 

Á sama tíma og hagvöxtur stöðvast af rafmagnsnetdreifingarfyrirtækjum í Svíþjóð ætla sænsk yfirvöld að loka kjarnorkuverinu Ringhals 2 og rafmagnsframleiðslu þess. Anders Ygeman orkumálaráðherra Svíþjóðar segist engar áhyggjur hafa af rafmagnsskorti í Svíþjóð: "Ég hef ekki hitt neinn sem trúir á rafmagnsskort í Svíþjóð. Þvert á móti eykst framleiðsla á umframrafmagni til útflutnings". Hálfsársskýrsla orkufyrirtækjanna í Svíþjóð staðfestir ummæli ráðherrans: "Þegar hálft 2019 er liðið hefur Svíþjóð þegar flutt út nettó næstum 14 TWh af rafmagni". Það er um 40% meiri rafmagnsútflutningur en á sama tíma 2018 og mótsvarar neyslu 560 þúsund einbýlishúsa. Stærsti móttakandinn er Þýzkaland.

Að sögn ráðherrans er vandamálið að það vantar rafmagnsleiðslur. Segir Ygeman að hægt sé að leysa tilfallandi toppa með því að greiða rafmagnsnotendum fyrir að loka á rafmagnið á mesta álagstímanum. Að kjarnorkuveri sé lokað finnst ráðherranum rétt þar sem hægt væri að flytja inn sólarorku í staðinn: "Ég sé fyrir mér belti sólarorku við miðbaug jarðar sem hægt væri að flytja til okkar annað hvort gegnum rafmagnsleiðslur eða í gasformi sem hægt er að flytja með skipum". 

Rafmagnsfyrirtækin stunda hræðsluáróður

Hagfræðiprófessorinn Stefan Yard gefur ekki mikið fyrir skýringar rafmagnsfyrirtækjanna að fjárskortur hamli útbyggingu rafmagnsnetsins í Svíþjóð. Flutningsverð hækkar milli 6 - 8% árlega en aðeins 1% fer í fjárfestingar. Fyrirtækin segjast þurfa að hækka rafmagnsverð til að geta stækkað netið en gróðinn er sendur til móðurfélaga mest erlendis: "Ef rafmagnsfyrirtækin auka við fjárfestingar þá aukast eignirnar samtímis og tekjuramminn leiðréttist upp á við. Ég er hissa á þessari skýringu, ef málið er skoðað frá hagfræðilegu sjónarmiði, þá skil ég ekki hvernig það ætti að hindra fjárfestingar í framtíðinni - mér finnst þetta að mestu leyti vera spil".

(Samantekt úr ýmsum áttum, blaðagreinum, skýrslum, viðtölum m.m./GS)


Á bak við tjöldin hjá Gretu Thunberg og Grænu Víkingunum

Ég birti hér grein sem byggir á upplýsingum m.a. í Sunday Times um aðilana að baki Greta Thunberg sem á örskömmum tíma hefur náð heimsathygli vegna verkfalla gegn loftmengun. Loftslagsmálin hafa verið mikið í deiglunni sbr. nýja yfirlýsingu Norðurlandaráðs um forgangsröðun fjármagns til loftslagsmála. Loftslagsboðskapurinn er rekin áfram með hótun um heimsendi ef ríkisstjórnir taki sig ekki saman og kaupi þjónustu af fyrirtækjum sem bjóða upp á umskipti yfir í græna orku. Ekki er allt sem sýnist í þessum efnum sbr. aflátsbréfin sem ganga kaupum og sölum hjá ESB-ríkjum, þar sem ríki með kolaframleitt rafmagn geta logið að viðskiptavinum að þau bjóði upp á vistvænlegt rafmagn t.d. með bréfum keyptum frá Íslandi. Þá er logið að rafmagnsneytendum á Íslandi í staðinn að þeir kaupi rafmagn úr kjarnorku og kolum sem allir vita að er ósatt.

B9719275486Z.1_20190416124349_000+GOSDDEUAR.1-0

Gréta – loftslagsdýrlingur nútímans

Nýjasta fyrirbæri loftslagsmála er hin 16 ára sænska Greta Thunberg, sem á örskömmum tíma hefur orðið dýrlingur margra í heiminum. Látið er líta út sem hún sé ein á ferð með boðskap sinn um endalok jarðlífs ef yfirvöld grípa ekki í taumana.

Í Sunday Times 18. ágúst s.l. er þó sýnt fram á annað, nefnilega vel skipulagða herferð þar sem Gréta er notuð af hagsmunahóp stórra alþjóðafyrirtækja og sósíalískra stjórnmálamanna. Greinin er skrifuð af Dominic Green og sýnir hún hvernig grænn lobbýhópur fyrrverandi sósíaldemókratískra ráðherra og forstjóra stórra ríkis- og alþjóðlegra fyrirtækja ásamt umhverfisprófessorum og hugveitu standa að baki verkföllum Grétu, hvort svo sem Greta Thunberg geri sér grein fyrir því eða ekki. Fyrirtækin sækjast eftir gróðvænlegum viðskiptum með grænum samningum við forráðamenn Vesturlanda og nota Gretu Thunberg sem andlit söluherferðarinnar.

Samspilling sósíaldemókrata og fjármálafursta

Það er látið líta svo út að maður að nafni Ingmar Rentzhog hafi af einskærri tilviljun "uppgötvað" Grétu þegar hún var að mótmæla fyrir utan þinghúsið í Stokkhólmi. Hann tók myndir og setti á félagsmiðla og þá hófst sagan um Grétu Thunberg.

Ingmar Rentzhog eigandi Laika Consulting í fjármálageiranum fékk þjálfun hjá loftslagshóp Al Gore "The Climate Reality Project" og stofnaði ásamt David Olsson hjá sænska Húsnæðissjóðnum hópinn Við höfum ekki tíma, sem "gerir stjórnmálaleiðtoga og fyrirtæki ábyrg fyrir loftslagsbreytingum". Fengu þeir með sé m.a Gustav Stenbeck sem stjórnar Kinnevik sem er ein stærsta fjármálasamsteypa Svíþjóðar.

Í maí í fyrra varð Rentzhog forstjóri og Olsson stjórnarmeðlimur hjá hugveitunni Global Challange. Stofnandi hugveitunnar er fyrrum sósíaldemókratískur ráðherra og verkalýðsfrömuður Kristina Persson sem einnig hefur átt sæti í stjórn Seðlabanka Svíþjóðar. Petter Skogar framkvæmdastjóri stærstu atvinnurekendasamtaka Svíþjóðar er einnig stjórnarmeðlimur sem og Anders Wijkman fyrrum formaður Rómarklúbbsins.

Catharina Ringborg fyrrum forstjóri Swedish Water og stjórnarmeðlimur og ráðgjafi fjölda alþjóðlegra orkufyrirtækja og samtaka er einnig í stjórn hugveitunnar. Hún er í stjórn fjármagnsfyrirtækisins Haldbærir Orkuenglar þar sem flestir sem skipta máli í orkugeira Svíþjóðar eiga aðild að. Forstjóri Orkuenglanna kemur ásamt fjórum öðrum frá risafyrirtækinu ABB. Þá er Alan Larsson fyrrum sósíaldemókratískur fjármálaráðherra Svíþjóðar og forstjóri sænska sjónvarpsins með í hópnum en hann hefur góð sambönd við Brussel og embættismannakerfi ESB vegna starfa fyrir framkvæmdastjórn ESB.

Ulf Dahlstedt fv. sósíaldemókratískur ritari í Iðnaðarráðuneytinu og ritari Olof Palme er einnig með í hópnum. Hann var forstjóri sænska póstsins, Icon International, Seccom AG í Brussel og með í fleiri alþjóðlegum verkefnum fyrir ESB.

Sviðsetning Grétu engin tilviljun

Þegar Greta Thunberg hitti Rentzhog þá var hann sem sagt launaður starfsmaður hugmyndasmiðju í eigu fyrrverandi sósíaldemókratísks ráðherra úr orkugeiranum. Stjórnin er skipuð fólki, aðallega karríerkrötum, verkalýðsforingjum og lobbýistum með tengsl við Brussel ásamt meðlimum í stærsta fjárfestingarhóp grænnar orku í Svíþjóð. Rétt eftir að Rentzhog "uppgötvaði" Gretu Thunberg birti Dagens Nyheter skoðanabaráttu fyrir grænni orku sem var undirrituð af móður Grétu ásamt átta öðrum einstaklingum m.a. fjórum úr stjórn hugveitunnar Global Challange. Aðeins Retzhog gaf upp að hann tilheyrði Global Challange og hefur hann lent í vandræðum með að skýra eftir á hvers vegna ekki var sagt heiðarlega frá hverjir tilheyrðu Global Challange. Foreldrar Grétu lentu í vandræðum þegar fjölmiðlar hófu að spyrja þau um tenginguna við hugveituna og urðu þau að gefa frá sér yfirlýsingu um að Gréta væri ekki innblönduð í viðskipti Rentzhog.

Punktar sem Greta Thunberg boðar varðandi markmið í loftslagsmálum eru þó þeir sömu og finnast í nýjustu gögnum Rómarklúbbsins um endalok alheims ár 2030 en þá eiga að hefjast keðjuverkandi náttúruhamfarir sem "líklegast binda endi á menningu okkar eins og við þekkjum fram að þessu".

Gréta verkfæri fyrir sinnaskiptin

Anders Wijkman segist vera afskaplega ánægður með frammistöðu Gretu Thunberg, því Rómarklúbburinn hafi talað fyrir daufum eyrum um endalok mannkyns, þar til Gréta birtist á sjónarsviðinu. Segir hann Grétu vera "verkfæri þessarra sinnaskipta". Nýr fjölmiðlafulltrúi Grétu, Daniel Donner, vinnur á skrifstofu European Climate Foundation í Brussel. Hvort svo sem Gréta eða foreldrar hennar skilja það eða ekki, þá mun dýrlingatrú á Grétu stórauka efnahagslegan ávinning hópa eins og Global Challange, Orkuenglanna og breskra og bandarískra lobbýista sem vinna að lagabreytingum hins vestræna heimis vegna breytinganna yfir í græna orku.

Að bjarga plánetunni þýðir feita viðskiptasamninga við ríkisstjórnir til að koma á grænni orku. Hræðsluáróður og börn eru notuð til að komast fram hjá kjörnum fulltrúum til að koma á embættismannaræði í stað lýðræðis og ná út einkagróða í stað samfélagslegrar endurnýjunar.
Gréta Thunberg ferðast núna á keppnisskútu furstafjölskyldunnar í Mónakkó til Bandaríkjanna til að flytja heimsendisáróður grænu víkinginna sem hafa fundið sér nýja viðskiptahugmynd til að græða á og hika ekki við að nota saklaus börn á meðan mögulegt er.


Sænska ríkinu stillt upp við vegg af fyrirtækjum í rafmagnsflutningi

Samtök gegn okri á rafmagnsflutningi

Eftir að Svíar sameinuðust orkumarkaði ESB hefur hitnað töluvert í kolunum. M.a. voru stofnuð samtök gegn okri á rafmagnsflutningi árið 2010 með þáttöku fyrirtækja og heimila í Gnosjö sem er þekktasta smáfyrirtækjahérað Svíþjóðar. Sú hreyfing náði eyrum yfirvalda sem reyndu gegnum sænska Orkumarkaðseftirlitið að hafa áhrif til lækkunar á okurverði rafmagnsdreifingar. Fyrirtækin í rafmagnsflutningakerfinu svöruðu þá með málaferlum á hendur sænska ríkinu og tapaði ríkið þeim öllum. Stjórnmálamenn sem ekki vissu það fyrir sátu uppi með sárt ennið, þegar þeir uppgötvuðu, að þeir höfðu engin völd lengur í raforkumálum. Völdunum var afsalað til ESB við sameiningu rafmagnsmarkaðar Svíþjóðar og ESB og eftir það eru stjórnmálamenn ónýtir í þeim málaflokki.

Helmingur hagnaðar á raforkuflutningi fer frá Svíþjóð

Eftir sneypuferð yfirvalda að rafmagnsflutningafyrirtækjum ríkir mikil óvissa um hvernig stjórnmálamenn geta brugðist við til varnar neytendum. Það sem vekur illsku er að mestur hluti rafmagnshækkana og stór hluti þess kostnaðar, sem neytendur greiða fyrir rafmagn í Svíþjóð fer til Þýzkalands og Finnlands í stað þess að nýtast í uppbyggingu innviða í Svíþjóð.

arðgreiðslurSem dæmi þá jókst velta flutningafyrirtækja rafmagns um 1,9 milljarða sænskra króna ár 2016 vegna verðhækkana til neytenda. Í ársskýrslum sama árs má sjá að aukning hagnaðar nam 1,89 milljörðum sek sem er næstum öll veltuaukningin. Samtímis segja flutningafyrirtækin að aukinn kostnaður sé vegna viðhalds til tryggingar rekstrinum. En rafmagnsrisarnir Eon og Fortum senda árlega um tvo þriðju af hagnaði fyrirtækjanna til móðurfyrirtækja erlendis. Fjármagnið fer því úr landi og nýtist ekki til fjárfestinga í Svíþjóð. Þýzka fyrirtækið Eon sendir stærstan hluta hagnaðarins eða um 77% til Þýzkalands. Samtals var um helmingur arðsins af allri raforkudreifingu 2016 fluttur frá Svíþjóð til Þýzkalands og Finnlands. Á 10 ára tímabili 2007 - 2016 hafa sænsk heimili og iðnaður þannig greitt um 20 milljarða sænskra króna í rafmagnsgjöld til erlendra aðila sem flutt hafa verið burtu frá Svíþjóð. Nemur það um 58% allra arðgreiðslna til móðurfélaga. Hefur fyrra samkeppnisforskot Svíþjóðar í raforkusölu glatast eftir inngöngu Svía í orkusamband ESB og sömu örlög bíða Íslands við samþykkt þriðja orkupakkans.

Flutningsgjald á rafmagni hefur snarhækkað til heimila og iðnaðar í Svíþjóð

Flutningsgjald á rafmagni í Svíþjóð hefur hækkað yfir 100% á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkaði rúmlega 4%. Að viðbættri hækkun á rafmagnsverði er um verulega hækkun að ræða sem skerðir kjör heimila og samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja. Að viðbættum sköttum er ljóst að hagsmunir neytenda komast hér yfirleitt ekki á blað, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar talsmanna EES og ESB um hið gagnstæða.

Meðalverð rafmagnsnets (án virðisaukaskatts) til heimila í Svíþjóð 2000 - 2017, aurar sek/kwstund

figur-1
 

 

 

 

 

 

Norðurlönd gerð að mjólkurkúm Þjóðverja og annarra ríkja sem framleiða dýra, óhreina orku úr kolum, olíu og jarðgasi

Frá því að hafa áður verið samkeppnisfærir með ódýrt rafmagn til iðnaðar og heimila hafa Svíar látið í minni pokann og eru ekki lengur sjálfsagður valkostur fyrir orkufrekan iðnað. Svíþjóð ásamt Noregi og Danmörku greiða niður rafmagn til Þýzkalands og annarra ríkja á meginlandinu þar sem dýrara rafmagn er framleitt að mestu með kolum, olíu og jarðgasi. Þjóðverjar eru stórir í dag á sameiginlegum orkumarkaði ESB. Verðjöfnun rafmagns innan orkusambands ESB hefur lyft þeim úr vonlausri samkeppnisstöðu í að verða einn helsti keppinautur Norðurlanda í rafmagnssölu. Til að bæta gráu ofan á svart hófst sala á upprunavottorðum sem nýtist fremst framleiðendum dýrrar, óhreinnar raforku við að fela uppruna raforkunnar sem þeir setja á markaðinn.

Að ganga með í orkusamband ESB hefur verið eitt ólánsamasta skref sem Svíþjóð hefur tekið og ólgar reiðin undir niðri víða um landið. (Nýjasta dæmið um andstöðu gegn orkuverði eru mótmæli gegn bensínsköttum en 31. maí s.l. afhentu hundruðir gulvestungar í Bensinupproret 2.0 sænska þinginu undirskriftarlista með 300 þúsund nöfnum þar sem krafist var lækkunar á ofursköttun bensíns).


Orkuskilmálar EES eyðileggja samkeppnisstöðu Íslands

Árið 2014 birtist skýrsla eftir Jan Edlund, flexicurity.se "Lágt rafmagnsverð Svíþjóðar tilheyrir sögunni". Í skýrslunni rekur hann þróun rafmagnsverðs eftir að Svíþjóð gekk með í ESB og orkumarkað sambandsins. Rakin er þróun rafmagnsverðs í 14 löndum ESB á árunum 1995-2013 sérstaklega til iðnaðar og heimila. Rannsóknin sýnir fram á verðjöfnun sem bætir samkeppninsaðstöðu landa á meginlandinu – aðallega Þýzkalands, á sama tíma og verð á rafmagni hefur stórhækkað á Norðurlöndum – einna mest í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Fyrir sameiningu rafmagnsmarkaðar Skandinavíu og meginlandsins tryggði endurnýjanlegt vatnsafl ásamt kjarnorku iðnaði Norðurlanda góða samkeppnisstöðu. Eftir sameininguna og útilokun lágs rafmagnsverðs Norðurlanda snarversnaði samkeppnisstaðan og rafmagnsverðið byggðist í ríkari mæli á kolum og jarðgasi. Í Svíþjóð hefur þessi þróun komið harðast niður á grundvallaratvinnuvegunum skóg- og stáliðnaði en þeir atvinnuvegir bera uppi mörg þjónustufyrirtæki og aðra atvinnustarfsemi.

1995 var Svíþjóð í hópi landa með lægst rafmagnsverð til heimila (fyrir skatt). Á árunum 1995 – 2013 hækkaði rafmagnsverð 49% í viðmiðunarlöndunum en meira en tvöfaldaðist til heimila í Svíþjóð og mun meira í Noregi og Danmörku. Á meginlandinu jókst rafmagnsverð einungis 15% til þýzkra heimila á tímabilinu og hækkaði naumast í Ítalíu, Frakklandi og Portúgal.

Ár 1995 var rafmagnsverð til iðnaðar í Þýzkalandi 128% hærra en til iðnaðar í Svíþjóð. Á meðan sænskur iðnaður greiddi um 60% af meðalverði 14 evrópskra landa, þá borgaði þýzki iðnaðurinn um 50% yfir meðalverði (sjá töflu 1). Þessi munur hefur jafnast út á tímabilinu og er rafmagnsverð til sænsks iðnaðar 10% undir meðalverði en verð til þýzka iðnaðar aðeins 8% hærra en það sænska. 

tafla1Yfirleitt er rafmagnsverð um helmingi lægra til iðnaðar en til heimila. Hins vegar hefur skapast verðjöfnun milli landa í Evrópu bæði gagnvart iðnaði og heimilum. Mest hefur rafmagnsverð hækkað í löndum sem höfðu ódýra raforku árið 1995 (Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland) en minnst í löndum með dýrustu orkuna eins og t.d. í Þýzkalandi. 

Í dag er verðmunur á sænsku og þýzku rafmagni nær horfinn, þrátt fyrir að sænska rafmagnið sé aðallega framleitt með ódýrri vatns- og kjarnorku en þýzka rafmagnið aðallega úr kolum, gasi og olíu. Á sameiginlegum orkumarkaði ESB byggir rafmagnsverðið á meðalverði framleiðslu í miklum mæli úr kolum, gasi og olíu og geta sölufyrirtæki norræns rafmagns stungið mismun lægri framleiðslukostnaðar og hærra söluverðs (spot-pris) í vasann.

Svíþjóð er ekki lengur sjálfsagður valkostur fyrir orkufrekan iðnað, þar sem samkeppnisstaða Þýzkalands hefur stórbatnað og gert landinu kleyft að verða að stórum keppinauti í rafmagnssölu. Við athugun fleiri landa meginlandsins kemur skýrt munstur í ljós: Norðurlönd hafa yfirgefið lágt samkeppnisfært rafmagnsverð og hækkað upp í meðalverð. Löndin á meginlandinu aðallega Þýzkaland ásamt Austurríki, Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Portúgal hafa öll lækkað rafmagn úr háu verði og komist nær eða undir meðaltali þeirra 14 landa sem rannsóknin nær yfir. 
tafla2
Síðustu áratugi fyrir 2013 jókst neysluvísitalan í Svíþjóð um 25% en rafmagnsverð meira en tvöfaldaðist (sjá töflu 2). Stærri hluti heimilistekna en áður fór í rafmagnskostnað. Samtímis jókst einokun á sænska raforkumarkaðnum og eru þrjú stór fyrirtæki allsráðandi - Fortum, Eon og Vattenfall. Eon er þýzkt, Fortum finnskt og Vattenfall sænskt. Eigendum dreifingarkerfisins er kleift að taka út hærra verð fyrir dreifinguna en sjálft rafmagnið kostar. Hin vaxandi fákeppni hefur stóraukið rafmagnsverð til heimila t.d. hækkaði rafmagn um 40% frá 26,22 sek per fermeter í leiguhúsnæði upp í 36,57 sek á tímabilinu 2006–2012. 

Niðurstaða rannsóknar Jan Edlunds og skilgreining er: "Iðnaður og heimili á meginlandi Evrópu hafa fengið aðgang að rafmagni sem er niðurgreitt af iðnaði og heimilum Norðurlanda."

Samþykkt orkupakka 3 þvingar íslenska raforku inn á þennan markað á sömu skilmálum: Ísland bætist í hóp þeirra landa sem eru látin greiða niður rafmagn til meginlands Evrópu aðallega Þýzkalands. Íslenskur iðnaður og heimili greiða niður rafmagn til iðnaðar og heimila á meginlandi Evrópu.

Ljóst er að fyrirtæki sem selja íslenskt rafmagn á þennan markað munu hagnast verulega á sölunni vegna þess uppsprengda verðs sem tekið verður af íslenskum fyrirtækjum og heimilum. Samkeppnisstaða Íslands mun – þvert á móti því sem talsmenn orkupakka 3 halda fram, eyðileggjast við inngöngu á orkumarkað ESB skv. skilmálum EES.

Ríkisstjórninni ber snarast að afturkalla þingsályktunartillögu sína um afléttingu stjórnarskrárbundinna fyrirvara og krefjast undanþágu frá orkumarkaði ESB gegnum EES-samninginn.

---------------------

Hér að neðan eru fleiri upplýsingatöflur m.a. nákvæmt yfirlit yfir verðþróun rafmagnsverðs fyrir löndin sem rannsóknin tekur yfir. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

tafla3 kopia

 

tafla6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

elprisindustri

 

 

elprishem

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband